Enski boltinn

Frá Eng­lands­meisturunum til meistara­liðs Banda­ríkjanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ann-Katrin Berger hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea.
Ann-Katrin Berger hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea. Eddie Keogh/Getty Images

Ann-Katrin Berger hefur ákveðið að ganga í raðir Gotham FC frá Englandsmeisturum Chelsea. Gotham fór alla leið í WNSL-deildinni í Bandaríkjunum á síðasta ári og er Berger því að fara úr einu meistaraliði í annað.

Hin 33 ára gamla Berger er þýsk landsliðskona og hefur spilað fyrir Chelsea undanfarin sex ár. Hún hefur tvívegis verið valin besti markvörður heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. 

Hún færir sig nú til Ameríku eftir að hafa fallið niður í goggunarröðinni hjá Englandsmeisturunum. Gildir samningur hennar við Gotham FC er til eins árs með möguleika á eins árs framlengingu.

„Ég er mjög spennt að ganga í raðir FC Gotham fyrir komandi tímabil. NWSL er ein besta deild í heiminum í dag og ég er mjög spennt að vera hluti af deildinni.“

Chelsea óskaði Berger góðs gengis á samfélagsmiðlum sínum. Þá sagði Emma Hayes, fráfarandi þjálfari Chelsea, að hún hefði aldrei séð annan eins vítabana og Berger. 

Berger varð fjórum sinnum Englandsmeistari með Chelsea ásamt því að vinna ensku bikarkeppnina þrívegis og enska deildarbikarinn tvisvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×