Lífið

Mesta hættan í ung­linga­her­berginu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ágúst þekkir brunamálin frá a-ö.
Ágúst þekkir brunamálin frá a-ö.

Brunagildrur leynast víða á heimilum Íslendinga og er því mikilvægt að huga að brunavörnum.

Sindri Sindrason hitti Ágúst Mogensen sem er sérfræðing hjá Verði í Íslandi í dag í vikunni og fór í gegnum það með honum hvers vegna flest heimili eru í raun brunagildrur.

Í þættinum kom fram að unglingaherbergin séu hættulegust, en einnig eldhúsið, hjónaherbergið og þvottahúsið.

„Við erum með allt í sambandi í þessum herbergjum og það gerist hjá unglingum, og okkur fullorðna fólkinu líka, að við sofnum og við erum að hlaða símann og iPadinn undir kodda eða sæng. Málið með þessi tæki, þau geta hitnað mjög mikið sem skapar mikla hættu,“ segir Ágúst.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er farið ítarlega yfir allar þær hættur sem leynast á heimilum og varðar bruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×