Handbolti

Al­freð og Dagur saman í riðli á Ólympíu­leikunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð Gíslason mætir Degi Sigurðssyni á Ólympíuleikunum í París.
Alfreð Gíslason mætir Degi Sigurðssyni á Ólympíuleikunum í París. Getty Images

Þó íslenska karlalandsliðið í handbolta verði ekki á Ólympíuleikunum í París síðar á þessu ári þá mun Ísland eiga sína fulltrúa á handboltahluta mótsins. 

Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland og hefur gert síðan árið 2020. Þá tók Dagur Sigurðsson við sem þjálfari Króatíu fyrr á þessu ári. 

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, dró í dag í riðla og þar kom í ljós að Íslendingarnir tveir yrðu saman í riðli. Króatía og Þýskaland eru í A-riðli ásamt Spáni, Slóveníu, Svíþjóð og Japan. Í B-riðli eru Danmörk, Noregur, Ungverjaland, Frakkland, Egyptaland og Argentína.

Alls taka tólf þjóðir þátt í karlaflokki og jafn margar í kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×