Innlent

Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Það sem eitt sinn var stórt og virðulegt hús við Kirkjusand er nú rústir einar.
Það sem eitt sinn var stórt og virðulegt hús við Kirkjusand er nú rústir einar. Vísir/Vilhelm

Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 

Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir. Síðar kom í ljós að húsið væri það illa farið að þörf væri á að rífa það. Mygla hafði greinst í húsinu og starfsfólk veikst af þeim sökum. Húsið stóð autt og rotnaði niður í sjö ár áður en hafist var handa við að rífa það í febrúar á þessu ári. 

Ferlið er flókið að því leyti að mikið er um ýmiskonar efni sem þarf að flokka rétt. Vísir/Vilhelm

Í samtali við fréttastofu segir Andrés B. Sigurðsson sem hefur umsjón með verkinu að það gangi vel en sé gríðarlega umfangsmikið. Nú sé verið að taka allt innan úr húsinu auk þess að fjarlægja þakið.

Nú erum við í raun að tæta allt niður nema steypu.

„Vonandi eftir viku eða tvær vikur er hægt að fara í að klippa húsið niður. Það tekur nokkra mánuði, tvo plús.“

Andrés segir verkið flókið að því leitinu að mikið sé um allskonar efni sem þurfi að flokka rétt. Áætlað er að hverfið á Kirkjusandi verði heildstætt og þétt með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók er ferlið vel á veg komið.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Um sex manns vinna nú að því að rífa húsið. Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Þessa dagana er unnið að því að „tæta allt niður nema steypu,“ eins og Andrés orðar það.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

„Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax“

„Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax um ástand húsnæðisins og leggja öll spil á borðið,“ segir Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka þegar hann rifjar upp þá stöðu þegar Íslandsbanki stóð frammi fyrir myglusveppi í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi.

Byggja 115 í­búðir á Kirkju­sands­reit

Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík.

Mikill áhugi á nýju skipulagi við Kirkjusand

Unnið er að breytingum á deiliskipulagi fyrir Kirkjusandslóðina sem felur í sér að byggð verða fimm hús með um 220 íbúðum. Nágrannar hafa nokkrar áhyggjur af byggingarmagninu en skipuleggjendur segja áformin mun betri en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×