Innlent

Smáskjálftahrina á Reykja­nesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjálftarnir greindust undir og suður af Þorbirni.
Skjálftarnir greindust undir og suður af Þorbirni. Vísir/vilhelm

Fjölmargir smáir jarðskjálftar hafa greinst á Reykjanesi í dag. Fáir þeirra hafa náði yfir eitt stig að styrk en skjálftavirknin hefur ekki verið meiri frá því eldgosið við Sundhnjúka hófst þann 16. mars.

Skjálftarnir greindust undir Þorbirni og fyrir sunnan fjallið en samkvæmt Eldfjalla-og náttúruvárhópi Suðurlands raðast skjálftarnir með sprungustefnu frá norðri til suðurs.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að skjálftarnir hafi verið um sjötíu talsins. Þetta tengist líklega sprennubreytingum á svæðinu. Eldgos sé í gangi og landris sömuleiðis og kvika sé að safnast saman undir Svartsengi. Það valdi spennunni.

Hann segir að ekki sé búist við að kvika sé á leið að yfirborðinu.

Í gær greindust margir jarðskjálftar við Kleifarvatn en sá stærsti var 3,3 stig og fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig: Skjálfti á Reykjanesi fannst á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands hafa einungis tveir skjálftar sem greinst hafa í dag farið yfir eitt stig og voru báðir 1,2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×