Innlent

Bein út­sending: Fer yfir hennar sýn á hlut­verk for­seta

Samúel Karl Ólason skrifar
Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi.
Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi.

Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi, ætlar í dag að fara yfir hvers vegna hún býður sig fram og hver hennar sýn er á hlutverk forseta Íslands í íslensku samfélagi og á alþjóðavettvangi.

Vegna þessa hefur Halla boðið til sunnudagsgleði í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í dag, milli klukkan fimm og sjö.

Streymt er frá fundinum þar sem Halla heldur ræðu. Þá mun Stefán Hilmarsson taka lagið, sem og Hildur Kristín Kristjánsdóttir, dóttir Höllu Hrundar og Kristjáns Freys, en hún hefur í vetur farið með hlutverk Fíusólar í uppsetningu Borgarleikhússins. Fundarstjóri er Sirrý Arnarsdóttir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×