Hrika­leg heim­sókn norður til Newcastle

Leikmenn Tottenham þurftu fjórum sinnum að tína boltann úr eigin neti.
Leikmenn Tottenham þurftu fjórum sinnum að tína boltann úr eigin neti. George Wood/Getty Images

Tottenham átti martaðardag á St. James Park og tapaði 4-0 fyrir Newcastle.

Heimamenn lögðu upp með leikplan sem virkaði vel, leyfðu gestunum að halda í boltann og brutu þá niður með hröðum skyndisóknum. Newcastle nýtti vel hlaup inn fyrir háa varnarlínu Tottenham og veikleika þeirra í föstum leikatriðum. 

Alexander Isak braut ísinn á 30. mínútu eftir hraða skyndisókn Newcastle. Anthony Gordon gaf stoðsendinguna og skoraði svo sjálfur aðeins 95 sekúndum síðar. Þar gerði Gordon vel og vann boltann í vítateig Tottenham, keyrði inn völlinn framhjá einum varnarmanni og hamraði boltanum í netið.

Aftur var Alexander Isak á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks. Há varnarlína Tottenham gerði honum kleift að standa á eigin vallarhelmingi en samt langt fyrir aftan miðvörðinn Micky Van de Ven. Newcastle vann boltann og Bruno Guimares lyfti honum inn fyrir á Isak sem skaut í markið af mikilli snilli.

Fjórða markið kom svo eftir hornspyrnu Anthony Gordon. Fabian Schar reis hæst í teignum og stangaði boltann í netið.

Newcastle er í 6. sæti deildarinnar með 50 stig og minnkaði með þessum sigri forystu Tottenham í 5. sætinu niður í tíu stig, 60 alls.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira