Handbolti

Ís­lands­meistararnir hefja titilvörn á sigri gegn Haukum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kári Kristján átti fínan leik í kvöld og skoraði 7 mörk.
Kári Kristján átti fínan leik í kvöld og skoraði 7 mörk. vísir / hulda margrét

ÍBV vann tveggja marka sigur, 33-31, gegn Haukum í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Olís deildar karla. 

Liðin tvö léku til úrslita í fyrra, þá varð ÍBV Íslandsmeistari eftir sigur í oddaleik.

Leikurinn í kvöld var afar jafn og spennandi, heimamenn héldu forystunni lengst af en alltaf bitu gestirnir til baka. 

Haukar jöfnuðu leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir en ÍBV komst strax aftur yfir og markvörður þeirra, Petar Jokanovic, varði vel og sá til þess að heimamenn unnu leikinn. 

Elmar Erlingsson í liði ÍBV var markahæstur í kvöld með 12 mörk úr 15 skotum. Á eftir honum var Haukurinn Ólafur Ægir Ólafsson með 10 mörk. 

Eins og áður segir átti Petar Jokanovic frábæran leik í marki ÍBV, 19 skot varin af 43, þar af tvö mjög mikilvæg skot undir lok leiks. 

Átta liða úrslitin hófust í gær með tveimur viðureignum. Valur vann átjan marka stórsigur gegn Fram og Afturelding lagði Stjörnuna með einu marki. Fyrr í kvöld vann FH svo góðan sigur gegn KA. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×