Enski boltinn

Fé­lagið dæmt brot­legt og tvö stig tekin af næsta tíma­bili

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sheffield United mun byrja næsta tímabil með -2 stig.
Sheffield United mun byrja næsta tímabil með -2 stig. Matthew Lewis/Getty Images

Tvö stig verða tekin af Sheffield United í byrjun næsta tímabils vegna brota á fjárhagsreglum. 

Félagið var í vanskilum á greiðslum til annarra félaga fyrir leikmenn tímabilið 2022/23, þegar það lék í næstefstu deild Englands. 

Greiðslufallið hljóðaði upp á rúmar 9 milljónir punda og taldi samanlagt 550 daga tímabil. Tvö stig til viðbótar verða tekin af þeim, ef þeir fara fimm daga fram yfir eindaga í viðskiptum við önnur lið. 

Sheffield United hefur gert upp allar sínar skuldir síðan þá. Félagið gekkst þó við brotinu og samþykkti refsingu aganefndar, þar að auki greiddi félagið allan kostnað við rannsókn málsins, rúmlega þrjú hundruð þúsund pund. 

Í yfirlýsingu sinni sagði félagið frekar hafa ákveðið að samþykkja refsinguna, þrátt fyrir að allir skuldir hafa verið gerðar upp, frekar en að áfrýja henni og taka áhættu á frekari stigafrádrætti eða sektum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×