Innlent

Vaktin: Ný ríkis­stjórn tekur við í kvöld

Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa
Ný ríkisstjórn kemur saman á Bessastöðum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir hverfur á brott og í hennar stað tekur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sæti í ríkisstjórn.
Ný ríkisstjórn kemur saman á Bessastöðum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir hverfur á brott og í hennar stað tekur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sæti í ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu nýja ríkisstjórn og áherslumál hennar á blaðamannafundi í Hörpu í dag. 

Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Bjarni verður forsætisráðherra, Sigurður Ingi færist yfir í fjármálaráðuneytið og verður fyrsti Framsóknarmaðurinn þar í áratugi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í matvælaráðuneytið.

Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag.

Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.


Tengdar fréttir

Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra

Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×