Innlent

Gígbarmurinn brostinn og hraun rennur í norður­átt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni að kvöldi laugardagsins 16. mars.
Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni að kvöldi laugardagsins 16. mars. Vísir/Vilhelm

Barmur eina gígsins sem enn gýs úr milli Hagafells og Stóra-Skógfells virðist hafa brostið norðanmegin í kvöld. 

Þetta staðfestir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir barminn hafa brostið upp úr hálftíu í kvöld og hraun renni nú til norðurs.

Aðspurður hvort hraunrennslið ógni einhverjum innviðum segir hann það ólíklegt en verið sé að meta stöðuna á staðnum og stöðufundur sé fyrirhugaður í fyrramálið. Að svo stöddu sjáist ekki hve mikið hraunrennslið er eða nákvæmlega í hvaða átt það rennur. 

Renni hraunið langa leið geti það nálgast Grindavíkurveg en það þyki ólíklegt að svo stöddu. 

Að neðan má sjá myndskeið sem Björn Steinbekk tók á gosstöðvunum fyrr í dag af glæsilegum hraunfossi.


Tengdar fréttir

Hraunfossinn í nærmynd

Hraunfoss rennur nú yfir gígbarminn í eina gígnum sem enn lifir í eldgosinu við Sundhnúka. Björn Steinbekk flaug dróna yfir gosið fyrr í dag og fangaði sjónarspilið í nærmynd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×