Innlent

Hraunfossinn í nær­mynd

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skjáskot af upptöku Björns, sem nálgast má neðar í fréttinni. 
Skjáskot af upptöku Björns, sem nálgast má neðar í fréttinni.  Björn Steinbekk

Hraunfoss rennur nú yfir gígbarminn í eina gígnum sem enn lifir í eldgosinu við Sundhnúka. Björn Steinbekk flaug dróna yfir gosið fyrr í dag og fangaði sjónarspilið í nærmynd.

Tilkomumikið sjónarspil af yfirfallinu sást á vefmyndavélum í dag, en hraun fór að renna yfir gígbarminn um þrjúleytið í dag. 

Eldfjalla og Náttúruvárhópur Suðurlands útskýrði atburðarásina svo að útfallið, sem undanfarna daga hefur miðlað öllu hraunrennsli í eldgosinu í lokaðri hraunrás undan gígnum, hafi stíflast og yfirborð hrauntjarnarinnar fyrir neðan gíginn hafi í kjölfarið fallið. Á sama tíma hafi yfirborðið innan gígsins hækkað hratt þar til hraunbráðin tók að leka yfir gígbarminn.

Myndir Björns Steinbekk af sjónarspilinu má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×