Enski boltinn

Úr­slit dagsins hafa mikil á­hrif á titillíkur Man. City, Arsenal og Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bukayo Saka hjá Arsenal, Erling Haaland hjá Manchester City og Mohamed Salah hjá Liverpool. Þessi lið eru í harðri baráttu um enska meistaratitilinn.
Bukayo Saka hjá Arsenal, Erling Haaland hjá Manchester City og Mohamed Salah hjá Liverpool. Þessi lið eru í harðri baráttu um enska meistaratitilinn. Samsett/Getty

Manchester City tekur á móti Arsenal í dag í toppslag í ensku úrvalsdeildarinnar og það er alveg á tæru að úrslitin gætu haft mikil áhrif á það hvernig toppbaráttan þróast í vor.

Fyrir leikinn er Arsenal á toppnum með betri markatölu en Liverpool. Manchester City er aðeins einu stigi á eftir en City er ríkjandi Englandsmeistari og getur unnið titilinn fjórða árið í röð.

Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað út hvernig sigurlíkur Manchester City, Arsenal og Liverpool munu breytast ef því hvernig leikurinn á Ethiad endar.

Vinni heimamenn í Manchester City þá hoppa titillíkur City upp í 54 prósent en titillíkur Arsenal detta aftur á móti niður í aðeins níu prósent. Sigurlíkur Liverpool verða þá í 37 prósentum.

Bestu úrslitin fyrir Liverpool er auðvitað að City og Arsenal geri jafntefli. Þá myndu titillíkur Liverpool hoppa upp í 44 prósent, sigurlíkur City væru 34 prósent en líkur á titli hjá Arsenal nítján prósent.

Bestu úrslitin fyrir Arsenal liðið er auðvitað sigur en eftir slík úrslit myndu vera 36 prósent líkur á því að þeir myndu verða Englandsmeistarar í fyrsta sinn í tuttugu ár. Mestar líkur væru engu að síður á sigri Liverpool eða 44 prósent en titillíkur City manna myndu detta alla leið niður í tuttugu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×