Enski boltinn

Skulda Hollywood eig­endum sínum einn og hálfan milljarð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eigendur Wrexham eru bandarísku leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney.
Eigendur Wrexham eru bandarísku leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Getty/Simon Stacpoole

Velska fótboltafélagið Wrexham hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir að Hollywood eigendurnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu það. Það hefur líka kostað sitt.

Samkvæmt nýjum ársreikningum félagsins þá skuldar félagið Hollywood eigendum sínum næstum þvi níu milljónir punda eða meira en einn og hálfan milljarð íslenskra króna.

Skuldin til eiganda hefur hækkað mikið á milli ára eða úr 3,7 milljónum punda. Það þýðir hækkun á einu áru um fimm og hálfa milljón punda eða rétt tæpan milljarð króna. ESPN segir frá.

Velta velska félagsins hefur hækkað úr 6 milljónum punda upp í 10,5 milljónir punda og forráðamenn félagsins eru bjartsýnir á framhaldið þrátt fyrir aukningu skulda.

Wrexham er eitt elsta fótboltafélag heims en Reynolds og McElhenney keyptu það fyrir 2,5 milljónir punda árið 2021. Liðið komst upp í ensku deildarkeppnina og er nú að reyna að komast upp í C-deildina.

Félagarnir hafa vakið á athygli á félaginu með því að vera duglegir að mæta á leiki liðsins en þá var einnig heimildarmynd um félagið og lífið á bak við tjöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×