Handbolti

Línur teknar að skýrast og Vals­menn halda í vonina

Valur Páll Eiríksson skrifar
Benedikt Gunnar var markahæstur hjá Val sem getur enn orðið deildarmeistari.
Benedikt Gunnar var markahæstur hjá Val sem getur enn orðið deildarmeistari. Vísir/Hulda Margrét

Valur er stigi frá toppliði FH þegar tvær umferðir eru eftir af Olís-deild karla. Valur vann Gróttu í kvöld en FH tapaði grannaslagnum við Hauka.

Valsmenn unnu nauman tveggja marka sigur á Gróttu í kvöld, 26-24, en Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Valsmanna með fimm mörk. Valur fer með sigrinum upp í 32 stig, stigi frá toppliði FH sem tapaði fyrir Haukum.

Stjarnan fór þá langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna 34-32 útisigur á Fram. Liðið er í áttunda og neðsta sætinu sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppninni með 17 stig, fjórum á undan Gróttu þegar fjögur stig eru í pottinum.

Hergeir Grímsson skoraði tíu marka Stjörnunnar en Rúnar Kárason gerði heil tólf fyrir Fram.

ÍBV vann þá öruggan 29-20 sigur á Selfossi í Suðurlandsslag og Selfyssingar nálgast fallið óðfluga. Selfoss verður einfaldlega að vinna síðustu tvo leiki mótsins ef ekki á illa að fara. Elmar Erlingsson var markahæstur á vellinum fyrir Eyjamenn með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×