Handbolti

Pat­rekur tekur við kvenna­liði Stjörnunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrekur Jóhannesson á hliðarlínunni með Stjörnunni.
Patrekur Jóhannesson á hliðarlínunni með Stjörnunni. vísir/Diego

Handknattleiksdeild Stjörnunnar tilkynnti í dag að félagið hefði ráðið Patrek Jóhannesson sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins.

Patrekur tekur við starfinu af Sigurgeiri Jónssyni en Sigurgeir klárar þetta tímabil og Patrekur tekur svo við í sumar.

Patrekur var áður þjálfari karlaliðsins en hefur sinnt öðrum störfum innan Stjörnunnar síðan hann hætti að þjálfa karlaliðið.

„Við erum að leggja mikinn metnað í kvennahandboltann hjá Stjörnunni og ráðning Patreks er fyrsta skrefið því til staðfestingar“ segir Ómar Gunnar Ómarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni í tilkynningu.

Patrekur, sem er 51 árs gamall, var einn besti handboltamaður landsins á sínum tíma. Hann er uppalinn Stjörnumaður og hefur einnig leikið með KA, Essen og Bidasoa. Hann lék 243 landsleik fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 634 mörk, og lék m.a. með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.

Þjálfaraferilinn hóf hann hjá Stjörnunni árið 2008 og þjálfaði síðan Emsdetten í Þýskalandi, Val, Hauka, Selfoss og Skjern í Danmörku, ásamt því að vera landsliðsþjálfari Austurríkis um átta ára skeið, frá 2011 til 2019. Patrekur er farsæll þjálfari en Selfyssingar urðu Íslandsmeistarar undir hans stjórn og hann vann áður meistaratitilinn með Haukum árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×