Samstarf

Kia lækkar verð á raf­bílum

Askja
Bílaumboðið Askja hefur nú lækkað verð á vinsælum tegundum rafbíla. Um er að ræða á Kia Niro og Kia EV6.
Bílaumboðið Askja hefur nú lækkað verð á vinsælum tegundum rafbíla. Um er að ræða á Kia Niro og Kia EV6.

Bílaframleiðandinn Kia og bílaumboðið Askja komust nýverið að samkomulagi um að lækka verð á vinsælum tegundum rafbíla.

Askja hefur unnið að því með framleiðanda að útvega betri verð í takt við sterka markaðsstöðu á Íslandi.

Lækkandi framleiðslukostnaður og sterk hlutdeild Kia á Íslandi eru meginástæður þess að verð á Kia Niro og Kia EV6 er nú betri en fyrir áramót.

Kia er annað mest skráða bílategundin á Íslandi síðasta áratuginn. Árið 2023 var Kia þriðja mest selda merkið á Íslandi og eitt af þremur á markaði með yfir 11% markaðshlutdeild.

Árið 2021 fór Kia í gegnum umfangsmikla breytingu á hönnun og vörumerki sem hefur aukið virði vörumerkisins verulega. Kia hyggst framleiða 15 gerðir rafbíla fyrir árið 2027, en næstur á markað er EV3 sem kemur til Íslands næsta vetur.

„Við erum ótrúlega ánægð með jákvæð viðbrögð frá framleiðanda. Nú þegar hafa verðlistar og verð í vefsýningarsal verið uppfærð. Þau tóku gildi fyrir helgi og við sjáum strax góð viðbrögð. Sem dæmi um verð má nefna vinsæla tegund Kia Niro sem fæst nú á 5.990.777 kr. með orkustyrk en var áður 6.890.777 kr.,“ segir Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri Kia.

Nánari upplýsingar um Kia rafbílana má finna á vef Öskju.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×