Körfubolti

Skelli­hlógu vegna treyjuskipta í NBA: Hver átti hug­myndina?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gradey Dick spilar með liði Toronto Raptors í NBA-deildinni.
Gradey Dick spilar með liði Toronto Raptors í NBA-deildinni. Getty/Michael Reaves

Í þættinum Lögmál leiksins í kvöld verður meðal annars farið yfir mjög sérstök treyjuskipti leikmanna í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum.

„Anthony Black og Gradey Dick skiptu um treyju strákar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson en komst ekki lengra því sérfræðingar hans skelltu upp úr.

„Hvað segir þú um þetta Tommi,“ spurði Kjartan.

„Ég veit það ekki. Ég held að þessar myndir segi meira en þúsund orð,“ sagði Tómas Steindórsson.

„Hann er að spyrja hvort hann megi þetta. Það er alveg hundrað prósent,“ sagði Sigurður Orri.

„Hann var að biðja ljósmyndarann um að elta sig,“ sagði Kjartan.

„Mig langar að vita hver átti hugmyndina að þessu. Þetta er búið að vera í bígerð lengi,“ sagði Hörður Unnsteinsson.

„Fá þeir sekt,“ spurði Kjartan.

„Nei,“ svaraði Sigurður Orri.

Hér fyrir neðan má sjá strákana sýna myndir af treyjuskiptunum og ræða þau frekar.

Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.

Klippa: Lögmál leiksins: Treyjuskipti Anthony Black og Gradey Dick



Fleiri fréttir

Sjá meira


×