Enski boltinn

Chelsea konur fljótar að klára Arsenal í toppslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sjoeke Nusken fagnar hér öðru marka sinna á móti Arsenal í kvöld.
Sjoeke Nusken fagnar hér öðru marka sinna á móti Arsenal í kvöld. Getty/Chris Lee

Englandsmeistarar Chelsea sýndu styrk sinn í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Arsenal í Lundúnaslag og miklum toppslag í úrvalsdeild kvenna í Englandi.

Chelsea liðið var komið í 3-0 eftir aðeins 32 mínútna leik og það reyndust verða lokatölur leiksins.

Eftir þennan sigur þá er Chelsea með þriggja stiga forskot á Manchester City á toppnum en Arsenal gat náð Chelsea liðinu með sigri. Tapið þýðir að Arsenal er nú sex stigum á eftir toppsætinu. Manchester City á leik inni og gæti náð Chelsea á toppnum með sigri í honum.

Þýski miðjumaðurinn Sjoeke Nusken lagði upp fyrsta markið fyrir Lauren James á fimmtándu mínútu og skoraði síðan tvö mörk sjálf á 21. og 32. mínútu.

Lauren James er komin með þrettán deildarmörk á leiktíðinni en Nusken er með sex mörk.

Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse byrjaði á bekknum hjá Arsenal en kom inn á sem varamaður á 67. mínútu.

Arsenal náði að minnka muninn á 87. mínútu en markið var sjálfsmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×