Fótbolti

Juventus mis­steig sig á heima­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Weston McKennie lagði upp bæði mörk Juventus.
Weston McKennie lagði upp bæði mörk Juventus. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

Juventus náði aðeins jafntefli gegn Atalanta á heimavelli í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur 2-2.

Juventus er í harðri baráttu um annað sætið og þurfti því á sigri að halda í kvöld. Það var því högg fyrir heimamenn þegar Teun Koopmeiners kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks.

Andrea Cambiaso og Arkadiusz Milik sneru dæminu við fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie með stoðsendinguna í báðum mörkunum.

Koopmeiners átti hins vegar síðasta orðið en hann jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, lokatölur á Allianz-vellinum 2-2.

Juventus er í 3. sæti með 58 stig að loknum 28 leikjum. AC Milan er sæti ofar með 59 stig á meðan Inter trónir á toppnum með 75 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×