Fótbolti

Belling­ham rekinn af velli eftir leik sem dómarinn flautaði of snemma af

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dómarinn átti í vök að verjast eftir að flauta leikinn af.
Dómarinn átti í vök að verjast eftir að flauta leikinn af. Mateo Villalba/Getty Images

Það varð uppi fótur og fit þegar leikur Valencia og Real Madríd í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, var flautaður af á laugardagskvöld.

Staðan var 2-2 þegar dómari leiksins, Gil Manzano, flautaði af. Það sem vakti hins vegar athygli var að Real var í þann mund að fullkomna endurkomu sína en boltinn var á leið inn á teig þar sem Jude Bellingham hélt hann hefði skorað sigurmarkið eftir að Valencia komst 2-0 yfir.

Bellingham, sem og öðrum leikmönnum Real til mikillar furðu, þá hafði Manzano flautað leikinn af er boltinn var á leið fyrir markið. Í kjölfarið sauð upp úr enda leikmenn Real trylltir yfir ákvörðun dómarans.

Þrátt fyrir að leiknum væri lokið fékk Bellingham rautt spjald fyrir mótmæli sín og verður því í banni í næsta deildarleik La Liga. Talið er að hann fái tveggja til þriggja leikja bann,

Þá fer tvennum sögum af því hvort þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hafi einnig fengið rautt spjald en það hefur þó ekki verið fært til bókar. Eftir jafntefli gærkvöldsins er Real með 66 stig á toppi La Liga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×