Handbolti

Elvar Örn frá­bær er Melsun­gen varð af mikil­vægum stigum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Örn Jónsson í leik Íslands og Frakklands fyrir ekki svo löngu.
Elvar Örn Jónsson í leik Íslands og Frakklands fyrir ekki svo löngu. VÍSIR/VILHELM

Íslendingalið Melsungen mátti þola tveggja marka tap gegn Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 33-31.

Gestirnir í Melsungen voru betri framan af leik og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, staðan þá 12-14. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik á fjórum mörkum í röð og þar með sveiflaðist pendúllinn.

Mest komust heimamenn fjórum mörkum yfir en þegar lokaflautið gall var munurinn tvö mörk, lokatölur 33-31.

Elvar Örn Jónsson var magnaður í liði Melsungen og skoraði 8 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark.

Melsungen er í 5. sæti með 29 stig að loknum 22 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×