Innlent

Tobba nýjasti fjöl­miðla­maðurinn í starf upp­lýsinga­full­trúa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tobba Marínós er komin í skrifstofustarf hjá ríkinu eftir langan feril í fjölmiðlum.
Tobba Marínós er komin í skrifstofustarf hjá ríkinu eftir langan feril í fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm

Þorbjörg Marinósdóttir hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Hún hefur störf á næstu dögum. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Þorbjörg, betur þekkt sem Tobba, hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum. Hún starfaði sem blaðamaður um árabil og á ferlinum hefur hún meðal annars ritstýrt DV og matarvef MBLis. 

Hún starfaði einnig forstöðukona markaðssviðs Skjás eins í fimm ár og hefur gefið út nokkrar bækur. Nú síðast stofnaði hún og rak fyrirtækið Granólabarinn og er eigandi fyrirtækisins Náttúrulega gott.

Tobba útskrifaðist með BA í fjölmiðlafræði með áherslu á almannatengsl árið 2008 frá University of Derby. Árið 2018 lauk hún MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Starfið var auglýst laust til umsóknar 11. janúar sl. Alls bárust 43 umsóknir um starfið. Tobba tekur við starfinu af Sylvíu Rut Sigfúsdóttur, fyrrverandi blaðamanni meðal annars á Vísi,  sem færði sig yfir til Advania á dögunum eftir ár í ráðuneytinu.

Fjölmargir fyrrverandi blaða- og fréttamenn gegna starfi upplýsingafulltrúa hjá hinu opinbera í dag og víðar. Má þar nefna flest ráðuneytin, Reykjavíkurborg, fjölmörg sveitarfélög og mætti lengi telja. 

Tobba var gestur Einkalífsins á Vísi árið 2020.


Tengdar fréttir

Tobba Marinós til liðs við Lemon

Fjölmiðlakonan og frumkvöðullinn Tobba Marinósdóttir seldi nýverið Granólabarinn sem hún rak um árabil í samstarfi við móður sína, Guðbjörgu Birgis. Þær mæðgur héldu þó uppskriftunum eftir og hafa nú í samstarfi við veitingastaðinn Lemon gefið heilsudrykkjunum nýtt líf. 

Tryllt orma­keppni í stór­af­­mæli Kalla

Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi borgarfulltrúi, fagnaði fimmtugs afmæli sínu um helgina sem leið. Í tilefni þess hélt eiginkona hans, Tobba Marinós, fjölmiðlakona og frumkvöðull, glæsilega veislu honum til heiðurs. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×