Innherji

Gengi Hamp­iðjunnar rýkur upp vegna upp­færslu í vísi­tölum FTSE

Hörður Ægisson skrifar
Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, en íslenski veiðifæraframleiðandinn færðist yfir á Aðalmarkaðinn í júní í fyrra.
Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, en íslenski veiðifæraframleiðandinn færðist yfir á Aðalmarkaðinn í júní í fyrra.

Tvö íslensk félög í Kauphöllinni munu bætast við vísitölur FTSE Russell fyrir nýmarkaðsríki upp úr miðjum næsta mánuði. Hlutabréfaverð Hampiðjunnar, annað af félögunum sem verður tekið inn í vísitölurnar, hefur rokið upp á markaði í dag en búast má við talsverðu innflæði fjármagns frá erlendum vísitölusjóðum við uppfærsluna.


Tengdar fréttir

Seldi í Hamp­iðjunni á níu prósenta „af­slætti“ skömmu eftir að sölubann rann út

Aðeins rétt ríflega tveimur mánuðum eftir að sölubann á liðlega sjö prósenta hlut FSN Capital í Hampiðjunni rann út, sem það fékk sem greiðslu fyrir sölu á Mørenot fyrr á árinu, hefur norski fjárfestingasjóðurinn selt um tvo þriðju af stöðu sinni til hóps íslenskra fjárfesta fyrir vel á fjórða milljarð. Væntingar um að sjóðurinn sé enn með talsvert framboð af bréfum til sölu gæti haldi niðri gengi bréfa Hampiðjunnar.

Sam­ein­ing við Sam­kaup gæti „hrist­ upp“ í smá­söl­u­mark­aðn­um

Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“

Von á tals­verðu inn­flæði fjármagns með upp­færslu Al­vot­ech í vísi­tölur FTSE

Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech, verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölur FTSE Russell fyrir nýmarkaðsríki upp úr miðjum næsta mánuði. Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði skarpt fyrir lokun markaða í gær en búast má við talsverðu fjármagnsinnflæði frá erlendum vísitölusjóðum þegar félagið bætist í hóp þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa tilheyrt sömu vísitölum frá því í fyrra.

Gjaldeyrisinnflæðið sem kom ekki þegar íslenskir fjárfestar voru teknir í bólinu

Umfangsmikil sala erlendra fjárfestingarsjóða, sem hafa að undanförnu byggt upp stöður í skráðum félögum hér á landi, til erlendra vísitölusjóða í aðdraganda þess að íslenski hlutabréfamarkaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja olli því að hlutabréfaverð flestra fyrirtækja í Kauphöllinni lækkaði verulega þegar markaðir lokuðu fyrir helgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×