Handbolti

Haukar mörðu Aftur­eldingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sex mörk fyrir Hauka í kvöld.
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sex mörk fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Pawel

Haukar unnu nauman eins marks sigur er liðið tók á móti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 29-28.

Haukakonur höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og náðu fjögurra marka forystu í stöðunni 8-4 þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Heimakonur heldu forystunni út hálfleikinn og leiddu með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 16-10.

Gestirnir í Aftureldingu byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum hálfleiksins. Munurinn var því kominn niður í eitt mark, en Haukakonur náðu vopnum sínum á ný og náðu aftur sex marka forskoti í stöðunni 26-20 þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.

Haukar leiddu svo með fjórum mörkum þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Afturelding skoraði seinustu þrjú mörk leiksins og minnkaði muninn niður í eitt mark áður en yfir lauk. Lokatölur því 29-28, Haukum í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×