Innlent

Fundað hjá ríkis­sátta­semjara í dag

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sigríður Margrét hefur sagt viðræðurnar ganga vel og að þær myndu halda áfram þar til samningar næðust.
Sigríður Margrét hefur sagt viðræðurnar ganga vel og að þær myndu halda áfram þar til samningar næðust. Vísir/Ívar Fannar

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funda í dag hjá ríkissáttasemjara.

Fundur hófst klukkan níu í morgun. Frá því að Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, setti sjálfan sig og samningsaðila í fjölmiðlabann hafa litlar upplýsingar borist um gang viðræðna. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur þó sagt að samningsviljinn væri sterkur og að fundað yrði þar til samningar næðust.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sett sjálfan sig og samningafólki í fjölmiðlabann. Vísir/Einar

Viðræðum um nýja kjarasamninga var vísað til sáttasemjara þann 24. janúar eftir nokkrar vikur af viðræðum.


Tengdar fréttir

„Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×