Viðskipti innlent

Fyrstu vís­bendingar benda til gagnagísla­töku

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Háskólanum í Reykjavík.
Úr Háskólanum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Fyrstu vísbendingar um tölvuárásina sem gerð var á Háskólanum í Reykjavík um klukkan 1:30 í nótt benda til þess að um sé að ræða gagnagíslatöku

Grunur leikur á að um sé að ræða hóp sem nýlega hafi gert tölvuárásir í nágrannalöndum Íslands, meðal annars í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Hópurinn hafi einnig áður gert tölvuárásir hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR. Þar segir að unnið sé að því að ná utan um umfang árásarinnar. 

„Helstu þjónustuaðilar og netöryggissérfræðingar Syndis vinna að lausn mála ásamt starfsfólki HR samkvæmt verkferlum skólans. Kerfi HR hafa meðal annars verið tekin niður til að koma í veg fyrir frekara tjón. Þá hafa lögreglan, Persónuvernd og CERT-IS verið upplýst.

Vegna ofangreinds er því netlaust í skólanum. Þar af leiðandi hefur þurft að fella niður einstaka kennslustundir í morgun en skólinn er að öðru leyti opinn og kennsla fer fram eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Tölvuárás gerð á HR

Tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík í nótt. Persónuvernd og CERT-IS hafa verið upplýst.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×