Atvinnulíf

Elías í gamla starf dóms­mála­ráð­herra

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Elías Þór Þorvarðsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri Kjörís.
Elías Þór Þorvarðsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri Kjörís. Kjörís

Elías Þorvarðarson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra Kjörís og verður hluti af framkvæmdastjórn Kjörís. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, gegndi starfinu árið 2021 hjá fjölskyldufyrirtækinu.

Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá Kjörís.

Í tilkynningunni segir að Elías hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hafi starfað síðast hjá Samkaupum. Þar var hann fyrst verslunarstjóri í Nettó í Mjódd, síðan innkaupastjóri ferskvöruhluta Samkaupa og síðast sem verkefnastjóri á verslunar- og mannauðssviði. Áður hafi Elías starfað sem sölu- og markaðsstjóri innanlandsdeildar Lýsi og sem framkvæmdastjóri Leikbæjar, Hobby Room og SF Eldhús.

Þá segir að verkefnin framundan hjá Kjörís séu krefjandi þar sem fyrirtækið standi í markvissri uppbyggingu á vélakosti sem bjóði upp á mikla vaxtarmöguleika og aukin framleiðsluafköst.

Kjörís er fjölskyldufyrirtæki sem hóf starfsemi 1969 og er staðsett í Hveragerði. Fyrirtækið framleiðir, dreifir og selur ís og tengdar afurðir. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×