Veður

Varar við flughálku víða á morgun

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Einar varar við erfiðum akstursskilyrðum á morgun.
Einar varar við erfiðum akstursskilyrðum á morgun. Vísir/Vilhelm

Í fyrramálið hlánar á láglendi um land allt og hætt er við að flughált verði víða á vegum á morgun. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu.

Í nótt og í fyrramálið hlýnar víðast hvar á landinu og á Austfjörðum kemst hitinn upp fyrir frostmark strax í kvöld segir Einar. Hann segir mildara loft koma til landsins úr austri og suðaustri og fari ákveðið yfir landið.

„Það nær að hlána um land allt á morgun, kannski ekki strax í fyrramálið en með birtingunni. Þá verður komin hláka víðast hvar á láglendi og eftir svona langan kuldatíma án nokkurs blota þá eru víða á vegum klaki og snjór og þegar kemst bleyta í þennan klaka og snjó er hætt við að verði flughált á vegum og erfið aksturskilyrði,“ segir Einar.

Hann segir þetta vera áhyggjuefni vegna þess hvað er mikið af óvönum ferðalöngum á leið um landið. Margir bílar séu í útleigu og ekki víst að erlendir ferðamenn séu vanir að keyra í erfiðum aðstæðum.

Jafnframt fylgir hlákunni leiðindaveður fyrir austan og mikill vindur upp til fjalla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×