Erlent

Nýjar myndir af eldfjallatunglinu Íó

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndirnar koma úr svokallaðri JunoCam sem er á reiki um sólkerfið okkar um þessar mundir.
Myndirnar koma úr svokallaðri JunoCam sem er á reiki um sólkerfið okkar um þessar mundir. NASA

NASA deildi í nótt nýjum myndum af Íó tungli Júpíters. Myndirnar voru teknar af svokallaðri JunoCam í geimfarinu Juo sem er um þessar mundir á sveimi um sólkerfið okkar.

Myndirnar eru teknar úr tvö þúsund kílómetra hæð á sporbaug um tunglið og sýnir yfirborð þess í áður óséðri upplausn. Hlutverk geimfarsins er að taka myndir af Júpíter og er það hluti af svokölluðum Juno-leiðangri

Ein myndanna sem náðist á JunoCam og var birt í gær.NASA

Samkvæmt NASA er Íó eldvirkari en öll tungl og allar plánetur Sólkerfisins og eru mörghundruð eldfjöll á tunglinu sem spúa sum tugkílómetraháum kvikustrókum. Eldfjöll Íóar eru stundum svo öflug að hægt er að sjá þau með stórum stjörnukíkjum frá Jörðinni. Það er því ekki furða að þessar fréttir mikinn áhuga hjá stjörnufræðingum og áhugamönnum.

Fleiri myndir má sjá á heimasíðu verkefnisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×