Handbolti

Ís­lensku stelpurnar spiluðu í erfiðasta riðlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskiu stelpurnar komu með Forsetabikarinn með sér heim.
Íslenskiu stelpurnar komu með Forsetabikarinn með sér heim. HSÍ - Handknattleikssamband Íslands

Riðill Íslands á HM var sá sterkasti ef lokasæti þjóðanna á HM 2023 segja rétta sögu.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta var hársbreidd frá því að komast inn í milliriðil á HM. Á endanum vatnaði stelpunum okkar aðeins eitt mark í viðbót í lokaleiknum á móti Angóla.

Íslenska liðið fór því í Forsetabikarinn og vann alla fjóra leikina sína þar sem þýddi að þær enduðu í 25. sæti heimsmeistaramótsins.

Frakkland var með íslenska liðinu í riðli og Frakkland og Ísland voru einmitt einu þjóðirnar sem fóru með bikar heim.

Frönsku stelpurnar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í gær með sigri á Noregi í úrslitaleiknum.

Þegar riðlar heimsmeistaramótsins eru skoðaðir út frá lokastöðu þjóðanna sést það að tölfræðilega voru íslensku stelpurnar að spila í erfiðasta riðlinum á HM.

Þjóðirnar í riðli Íslands, Frakkland (1. sæti), Slóvenía (11.), Angóla (15.) og Ísland (25.) lentu að meðaltali í 13,0. sæti.

Það er besta niðurstaða meðal allra riðla mótsins. Næsti riðill var H-riðillinn þar sem liðin lentu að meðaltali í 14,8. sæti. Í honum voru Holland (5. sæti), Tékkland (8), Argentína (20) og Kongó (26).

Norsku stelpurnar voru aftur á móti í léttasta riðlinum en liðin í honum lentu að meðaltali í 18,8. sæti á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×