Innlent

Jóla­ljósin tendruð á Oslóartrénu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jólaljósin voru tendruð á Oslóartrénu við hátíðlega athöfn á Austurvelli í dag.
Jólaljósin voru tendruð á Oslóartrénu við hátíðlega athöfn á Austurvelli í dag.

Oslóartréð var tendrað við hátíðlega athöfn á Austurvelli nú síðdegis, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Margmenni kom saman á Austurvelli til að fylgjast með því þegar kveikt var á þessari táknmynd jóla í miðborginni.

Jólatréð er gjöf frá íbúum Oslóar og var fellt í Heiðmörk í vikunni. Það er skreytt með 6800 ljósum, 120 jólakúlum og jólastjarna prýðir toppinn. Tröllabörn, jólasveinar, lúðrasveit og borgarfulltrúi frá Osló voru á meðal viðstaddra á Austurvelli í dag og eins og sést var jólagleðin allsráðandi.

Tendrun ljósanna á Oslóartrénu markar upphaf aðventunnar og er einnig tákn um þá vináttu sem ríkir milli norrænu höfuðborganna tveggja.

Sjáðu jólaljósin vera tendruð á Oslóartrénu og jólaandann taka öll völd á Austurvelli í spilaranum hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×