Lífið

Sebastian Stan mun leika Donald Trump

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sebastian Stan lék meðal annars Tommy Lee í sjónvarpsþáttaröðinni Pam and Tommy.
Sebastian Stan lék meðal annars Tommy Lee í sjónvarpsþáttaröðinni Pam and Tommy. Jeff Kravitz/Getty

Bandaríski leikarinn Sebastian Stan mun fara með hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri ævisögumynd um milljarðamæringinn. Myndin mun bera heitið The Apprentice, í höfuðið á raunveruleikaþáttum forsetans fyrrverandi.

Framleiðsla á myndinni hófst í vikunni og fer íranski leikstjórinn Ali Abbasi með leikstjórn. Hann leikstýrði meðal annars síðustu þáttunum í Last of Us seríu HBO og var kvikmynd hans, Holy Spider, tilnefnd til Óskarsverðlauna í fyrra.

Meðal annarra leikara sem verða í hlutverki eru Jeremy Strong, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kendall Roy í Succession þáttunum og Maria Bakalova, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Borat Subsequent Moviefilm árið 2021.

Í umfjöllun Guardian kemur fram að söguþráður myndarinnar muni hverfast um líf Trump á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Á þeim tíma varð forsetinn meðal auðugustu manna New York borgar og verður sérstakt umfjöllunarefni í myndinni samband forsetans við Roy Cohn, fyrrverandi lögmann forsetans.

Segir í umfjöllun Guardian að Cohn hafi verið mikil fyrirmynd forsetans. Samband þeirra verði kannað til hlýtar og uppruni Trump veldisins. Þá verður heimsmynd forsetans fyrrverandi þar sem einstaklingar eru ýmist sigurvegarar eða ekki í brennidepli.

Sebastian Stan er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Winter Soldier í Captain America myndunum úr Marvel söguheiminum. Hann fer eins og áður segir með hlutverk forsetans en Jeremy Strong mun fara með hlutverk Roy Cohn. Maria Bakalova mun leika fyrstu eiginkonu forsetans fyrrverandi, Ivönku Trump.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×