Erlent

Tveir látnir eftir að bíll sprakk við landa­mæri Banda­ríkjanna og Kanada

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sprengingin varð nálægt NIagara-fossunum sem eru á landamærum Bandaríkjanna og Kanada.
Sprengingin varð nálægt NIagara-fossunum sem eru á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. EPA

Tveir eru látnir eftir að bíll sprakk á regnbogabrúnni svökölluðu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bandaríska alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar.

Brúin er nálægt Niagara-fossunum heimsfrægu. Sprengingin varð rétt fyrir hádegi að staðartíma en bílnum var keyrt yfir landamærin frá Kanada.

Þar sýndu farþegar vegabréf sín og fengu að fara á næsta inngöngusvæði á landamærunum og var á leið þangað þegar bíllinn sprakk, að því er fram kemur í umfjöllun CNN. Fram kemur að óvíst sé hvað olli sprengingunni.

Þá kemur fram að enginn hafi slasast vegna sprengingarinnar, utan farþeganna sem létust. Að sögn viðbragðsaðila er of snemmt að segja til um hvort um slys eða ásetning hafi verið um að ræða.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tölu látinna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×