Viðskipti innlent

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra Icelandair Car­go

Atli Ísleifsson skrifar
Einar Már Guðmundsson.
Einar Már Guðmundsson. Icelandair

Einar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair Cargo en hann hefur sinnt starfinu tímabundið frá 14. september síðastliðinn. Hann tekur við stöðunni af Gunnari Má Sigurfinnssyni sem lét af störfum í september.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að Einar Már hafi hafið störf hjá Icelandair árið 2014 sem forstöðumaður á tæknisviði félagsins. 

„Áður starfaði hann sem innkaupastjóri hjá Rio Tinto Alcan (ISAL) í þrjú ár og þar á undan sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi. Einar er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og BS gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að það sé ánægjulegt að tilkynna ráðningu Einars Más. „Aðaláherslan hjá okkur núna er að bæta arðsemina í fraktstarfsemi okkar og styrkja enn frekar tengslin við lykilviðskiptavini. Einar Már býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á flugrekstri og hefur náð góðum árangri í sínum störfum innan Icelandair sem mun nýtast vel í þessu hlutverki,“ segir Bogi Nils.


Tengdar fréttir

Gunnar Már hættir hjá Icelandair Car­go

Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×