Veður

Á­fram austan­átt og hvassara sunnan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Það er útlit fyrir tíðindalítið veður þegar horft er á veðurkort fyrir restina af vikunni.
Það er útlit fyrir tíðindalítið veður þegar horft er á veðurkort fyrir restina af vikunni. Vísir/Vilhelm

Framundan er enn einn dagurinn með austanátt þar sem reiknað er með vindstyrkur víða fimm til þrettán metra á sekúndu, en þrettán til átján í vindstrengjum á sunnanverðu landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði skúrir austanlands og með suðurströndinni, en yfirleitt þurrt annars staðar. Það mun svo draga úr vindi á morgun og sums staðar verður dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á norðanverðu landinu.

Hiti bæði í dag og á morgun verður frá því að vera kringum frostmark í innsveitum fyrir norðan og allt upp í sjö til átta stiga hita sunnanlands.

Það er útlit fyrir tíðindalítið veður þegar horft er á veðurkort fyrir restina af vikunni.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austan og suðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning eða slydda, en þurrt og bjart á norðanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan.

Á fimmtudag: Austan 3-8, en 8-13 við suðurströndina. Svolítil rigning eða slydda sunnan- og austantil á landinu, en bjart með köflum á Norður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag og laugardag: Fremur hæg norðaustlæg átt. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar lítilsháttar él, en bjart með köflum sunnan heiða. Kólnar smám saman.

Á sunnudag: Snýst í suðvestanátt og þykknar upp sunnan- og vestanalands með dálítilli slyddu eða snjókomu og síðar rigningu. Bjart og kalt á Norður- og Austurlandi. 

Á mánudag: Ákveðin sunnan- og suðvestanátt með rigningu og súld, en þurrt að kalla norðaustantil á landinu. Hlýnandi veður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×