Innlent

Land­spítalinn er kominn á ó­vissu­stig

Atli Ísleifsson skrifar
Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.
Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar

Landspítalinn var færður á óvissustig í morgun vegna þess almannavarnarástands sem nú ríkir á Reykjanesi. Viðbragðsstjórn spítalans hefur verið virkjuð.

Frá þessu segir á vef Landspítalans. „Óvissustig er fyrsta og vægasta stigun í viðbragðsáætlun Landspítala en samkvæmt henni hefst nú undirbúningur fyrir væntan atburð til að gæta fyllsta öryggis.

Stjórnendur á Landspítala fylgjast vel með þróun mála á Reykjanesi og eru fulltrúar spítalans hluti af teyminu sem starfar í samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð,“ segir á vef Landspítalans.

Neyðarstig almannavarna er nú í gildi vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og þar sem kvikugangurinn nái undir Grindavík. Veðurstofan metur það sem svo að staðan sé nánast óbreytt frá því í gær. 


Tengdar fréttir

Vaktin: Hleypa öllum íbúum inn í bæinn

Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×