Fótbolti

Líkir stöðu Alberts við þá sem hann kynntist hjá Salah

Aron Guðmundsson skrifar
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa Vísir/Samsett mynd

Hollenski miðju­maðurinn Kevin Stroot­man fer fögrum orðum um sam­herja sinn hjá ítalska úr­vals­deildar­fé­laginu Genoa, Ís­lendinginn Albert Guð­munds­son. Albert hefur farið á kostum á yfir­standandi tíma­bili og er Stroot­man hræddur um að Ís­lendingurinn verði ekki lengi á mála hjá Genoa í við­bót, haldi hann á­fram að spila svona.

Albert hefur verið besti leik­maður Genoa á yfir­standandi tíma­bili. Skorað sjö mörk í þrettán leikjum og gefið eina stoð­sendingu.

Frammi­staða hans á tíma­bilinu hefur vakið á­huga stærri liða á honum og var Stroot­man spurður út í Albert í við­tali í La Gazetta dello Sport á dögunum.

„Ef hann heldur á­fram að spila svona þá mun hann ekki vera lengi á mála hjá Genoa,“ sagði Stroot­man að­spurður um frammi­stöðu Alberts á yfir­standandi tíma­bili.

Pressan sé orðin mikil á herðum Albert og segir Stroot­man að Genoa megi eki búast við því að hann skori í öllum leikjum og líkir stöðu Alberts við þá sem hann kynntist í tengslum við Mohamed Salah, nú leik­mann Liver­pool, þegar að þeir léku saman hjá Roma.

„Við verðum að lifa með því ef honum tekst ekki að skora í öllum leikjum. Ég upp­lifði svipaða stöðu gagn­vart Mohamed Salah þegar að við spiluðum saman hjá Roma á sínum tíma. Hann fékk alltaf fjögur til fimm færi í leik. Stundum skoraði hann mark úr þeim færum, stundum ekki.

Alltaf spurðum við okkur af hverju hann hefði ekki skorað. Þá sagði ein­hver á móti að að væri kannski gott að hann væri ekki að því. Ef það væri staðan þá væri hann á leiðinni til liða á borð við Real Madrid eða Liver­pool.“

Albert hefur verið magnaður á tíma­bilinu.

„Við treystum á hann. Hann nær alltaf að skapa eitt­hvað fyrir okkur. Hann hefur gæðin og hefur rétta hugar­farið. Gerir hlutina af léttuð en ég get full­vissað ykkur um að hann er mjög mikill fag­maður þegar kemur að þessu. öllu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×