Viðskipti innlent

Gunn­hildur Edda ráðin fra­m­k­væmda­­stjóri Hand­­verks og hönnunar

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir.
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir. Aðsend

Stjórn Handverks og hönnunar hefur ákveðið að ráða Gunnhildi Eddu Guðmundsdóttur í starf framkvæmdastjóra sjálfseignarstofnunarinnar. Gunnhildur Edda tekur við starfinu af Sunnevu Hafsteinsdóttur.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Handverk og hönnun. Þar kemur fram að Handverk og hönnun hafi verið stofnað árið 1994 sem verkefni þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis en orðið að sjálfseignarstofnun árið 2007. 

„Meginmarkmið Handverks og hönnunar er að stuðla að eflingu handverks, listiðnaðar og hönnunar, og að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi.

Edda tekur við keflinu af Sunnevu Hafsteinsdóttur sem sagði starfi sínu lausu fyrr í ár. Sunneva hefur sinnt hlutverki framkvæmdastjóra um árabil við góðan orðstír. Edda útskrifaðist með BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og lauk meistaragráðu í hönnun frá háskólanum í Gautaborg 2015. Hún starfaði sem fatahönnuður á árunum 2009-2013 þegar hún stofnaði og rak fatahönnunarfyrirtækið Shadow Creatures ásamt systur sinni. Hún var einnig ein af stofnendum verslunarinnar KIOSK í Reykjavík.

Edda hefur mjög fjölbreytta reynslu í menningartengdri stjórnun og starfaði t.d. sem umsjónarmaður Listasalar Mosfellsbæjar 2011-2012, verkefnastjóri Artótek 2016-2017 og skipulagði og stjórnaði árlegum alþjóðlegum tónlistarhátíðum sem haldnar voru í Reykjavík 2016 – 2021,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×