Veður

Víð­áttu­mikil lægð stýrir veðrinu næstu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við að það verði yfirleitt hægur vindur á landinu en strekkingur syðst.
Búast má við að það verði yfirleitt hægur vindur á landinu en strekkingur syðst. Vísir/Vilhelm

Víðáttumikil lægð er nú stödd langt suður af landinu og mun hún stjórna veðrinu á landinu næstu daga.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði austlæg átt, yfirleitt hægur vindur en strekkingur syðst.

Á Suðaustur- og Austurlandi þykknar upp með lítilsháttar rigningu, en í öðrum landshlutum verður yfirleitt þurrt og allvíða má búast við björtum köflum. Suðvestanlands gæti þó orðið vart við einhverja vætu fram eftir morgni.

Hiti 2 til 9 stig yfir daginn, mildast sunnantil.

Það er litlar breytingar að sjá til morguns, og á föstudag er áfram útlit fyrir svipað veður en þó mun heldur bæta í vind við suðurströndina,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Hiti verður á bilinu tvö til níu stig í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austan og norðaustan 3-10 m/s, en 10-15 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar væta á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 2 til 9 stig, mildast suðvestantil.

Á föstudag: Austan og norðaustan 5-13, en 13-18 syðst. Dálítil væta suðaustan- og austantil, annars þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Austan 5-15, hvassast við suðurströndina. Stöku skúrir eða él á Suðaustur- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið vestanvert. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn.

Á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt, bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Kólnar í veðri.

Á mánudag og þriðjudag: Breytileg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él við ströndina. Hiti um eða yfir frostmarki að deginum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×