Golf

Axel vann sig inn á Á­skor­enda­móta­röðina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Axel Bóasson hefur átt gott ár.
Axel Bóasson hefur átt gott ár. Kylfingur.is

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, tryggði sér í dag sæti á Áskorendamótaröðinni í golfi. Um er að ræða næst sterkustu mótaröð Evrópu.

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, tryggði sér í dag sæti á Áskorendamótaröðinni í golfi. Um er að ræða næst sterkustu mótaröð Evrópu.

Í ár tók Axel þátt í Nordic golf deildinni sem er titluð sem þriðja sterksta mótaröð Evrópu. Lokamót hennar fór fram í Danmörku í dag og hafnaði Axel í 19. sæti. Árangur hans á mótaröðinni hefur verið einkar góður og endaði hann í 5. sæti hennar.

Það þýðir að árið 2024 mun Axel taka þátt á Áskorendamótaröðinni. Það gæti þó farið svo að Axel taki þátt í sterkustu mótaröð Evrópu, Evrópumótaröðinni, á næsta ári. Það kemur í ljós í byrjun nóvember þegar hann tekur þátt í úrtökumóti fyrir mótaröðina.

Kylfingur.is greindi fyrst frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×