Veður

Hlý suð­austan­átt en mikil rigning suð­austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu sex til tólf stig í dag.
Hiti verður á bilinu sex til tólf stig í dag. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega eiga von á hlýrri suðaustanátt og þokkalegum blæstri í dag, en þó ekki eins hvössum og var í gær. Veðurstofan spáir að það verði úrkomulítið á Norðurlandi, en annars rigning, einkum sunnantil.

Á Suðausturlandi er gul viðvörun í gildi vegna hennar rigningarinnar og má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem auki hættu á flóðum og skriðuföllum og geti valdið tjóni og raskað samgöngum.

Hiti verður á bilinu sex til tólf stig.

„Lægðin sem stjórnar veðrinu í dag er suðvestur af landinu. Hún hreyfist lítið og er farin að grynnast. Á morgun verður austan og suðaustan kaldi með smáskúrum syðra, en bjart veður norðan heiða. Hiti 3 til 9 stig yfir daginn.

Hægur vindur á sunnudag og dálítil rigning eða slydda, en að mestu þurrt um landið austanvert. Heldur svalara,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðaustan og austan 5-13 m/s og dálitlar skúrir, en lengst af bjartviðri á Norðurlandi. Hiti 3 til 9 stig. Hægari síðdegis og kólnar.

Á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt og dálítil rigning eða slydda, en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig.

Á mánudag: Sunnan 3-8 og lítilsháttar væta, en léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti 1 til 8 stig yfir daginn.

Á þriðjudag og miðvikudag: Austlæg átt og smáskúrir sunnan- og austanlands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Norðaustanátt, skýjað með köflum og dálítil rigning eða slydda á Austurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×