Lífið

Kveikti í IKEA-geitinni og sér ekki eftir neinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Brennuvargurinn, sem hér sést í silúettu, ræddi íkveikjuna undir nafnleynd í viðtali við Ísland í dag í gær.
Brennuvargurinn, sem hér sést í silúettu, ræddi íkveikjuna undir nafnleynd í viðtali við Ísland í dag í gær. Skjáskot

Kona sem kveikti í IKEA-geitinni árið 2016 segist ekki sjá eftir neinu. Við ræddum við konuna í Íslandi í dag í gær - og fórum yfir eldfima sögu jólageitarinnar í Kauptúni.

„Ég held að aðalatriði sé bara að það er ógeðslega fyndið,“ segir konan. Hún sagði áður sögu sína í Lestinni á Rás 1 í fyrra en kemur nú í fyrsta sinn fram í sjónvarpsviðtali - áfram þó undir nafnleynd.  

„Svo hefur myndast ákveðin hefð fyrir því, manni líður pínu eins og jólin geti ekki komið fyrr en geitin er brunnin. En jú, fyrst og fremst þá er þetta bara sniðugt.“ 

Sérðu eftir þessu?

„Nei. Ég myndi kannski ekki gera þetta aftur en ég myndi ekki taka þetta til baka heldur,“ segir konan, sem ásamt tveimur öðrum var dæmd til sektargreiðslu upp á 150 þúsund krónur vegna íkvekjunnar í nóvember 2016. 

Brot úr viðtali við konuna má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þáttinn í heild, þar sem farið er yfir eldfima sögu IKEA-geitarinnar og ítarlega frásögn brennuvargsins, er að finna á Stöð 2+.


Tengdar fréttir

Brennu­vargar beðnir um að finna sér annað á­huga­mál

IKEA-geitin er upprisin líkt og ár hvert þegar líða fer að jólum. Allir eru hvattir til að berja geitina augum en þeir sem vilja hana feiga mega helst finna sér annað að gera að sögn fjölmiðlafulltrúa IKEA á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×