Erlent

Utan­ríkis­ráð­herra „gleymdi“ vega­bréfinu og missti af sögu­legum fundi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Billström hefur enn ekki tjáð sig opinberlega um málið.
Billström hefur enn ekki tjáð sig opinberlega um málið. EPA

Tobias Billström utanríkisráðherra Svíþjóðar sat ekki fund í Kænugarði sem hann hafði verið boðaður á og fór fram í dag. Hann sagði ástæðuna fyrir því vera að hann hefði gleymt vegabréfinu sínu. 

Sögulegur fundur fór fram í  Kænugarði í dag þegar utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu stuðning aðildarríkjanna við Úkraínu. 

Billström mætti ekki. Samkvæmt heimildum austurríska fjölmiðilsins Die Presse var ráðherrann stöðvaður við landamæri Póllands og Úkraínu á leið sinni til Kænugarðs. Þar hafi honum ekki verið hleypt inn í landið vegna þess að hann kvaðst hafa gleymt vegabréfi sínu. 

 Ráðherrann hefur enn ekki tjáð sig um málið en aðstoðarmaður hans staðfesti við SVT að Billström hafi ekki setið fundinn.

Josep Borrell utanríkismálastjóri ESB sagði fundinn sögulegan í tilkynningu í gær. „Við erum hingað komin til þess að tjá samstöðu okkar og stuðning við Úkraínumenn. Framtíð Úkraínu liggur í Evrópusambandinu,“ sagði hann jafnframt. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×