Golf

At­hæfi manns í beinni út­sendingu frá Róm vekur heims­at­hygli

Aron Guðmundsson skrifar
Maðurinn tók á rás og það var ekkert sem öryggisverðir á vellinum gátu gert í því.
Maðurinn tók á rás og það var ekkert sem öryggisverðir á vellinum gátu gert í því. Vísir/Samsett mynd

Stuðningsmaður evrópska úrvalsliðsins á Ryder-bikarnum gat ekki hamið gleði sína er sigur liðsins á mótinu var ljós. Hann tók á rás og fagnaði á sérkennilegan hátt lík og sést í myndskeiði sem farið hefur eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Ryder-bikarinn fór þetta árið fram í Evrópu, nánar tiltekið í Róm á Ítalíu. Úrvalslið Evrópu leiddi mótið allan tímann og sigldi svo í gær heim 16,5-11,5 sigri.

Er þetta fyrsti sigur Evrópu á mótinu síðan árið 2018 og alls 44 sigur liðsins frá Evrópu ef taldir eru með titlar Bretlandseyja og Írlands á sínum tíma.

Einn stuðningsmaður evrópska liðsins gat ekki hamið gleði sína þegar að ljóst var að Evrópa færi með sigur af hólmi á mótinu. 

Umræddur stuðningsmaður tók á rás í átt að vatni sem stendur við eina af holum vallarins í Róm sem spilað var á. 

Í beinni útsendingu sást það hvernig stuðningsmaðurinn kastaði sér í vatnið af ánægju. Sjón er sögu ríkari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×