Innlent

Fær engin svör og var sagt að senda póst

Árni Sæberg skrifar
Linda Íris Emilsdóttir lögmaður gætir hagsmuna kvennanna.
Linda Íris Emilsdóttir lögmaður gætir hagsmuna kvennanna. Stöð 2/Sigurjón

Lögmaður sem gætir hagsmuna kvennanna tveggja sem hafa verið í tunnum Hvals 8 og Hvals 9 síðan eldsnemma í morgun segist engin svör hafa fengið frá lögreglunni.

Linda Íris Emilsdóttir lögmaður var ein þeirra sem mættu að Reykjavíkurhöfn í dag til þess að mótmæla hvalveiðum og styðja tvær konur, sem fóru upp í tunnur hvalveiðiskipa í skjóli nætur í morgun.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist hún fyrst og fremst hafa gert það til þess að krefja lögreglunna svara á því hvers vegna bakpoki með mikilvægum vistum og hlýjum fatnaði var tekinn af annarri konunni snemma í dag. Viðtal við hana má sjá í lok innslagsins hér að neðan:

Hún segir að hún hafi engin svör fengið frá lögreglumönnum á vettvangi sem hafi bent henni á að hafa samband í gegnum tölvupóst. Hún bíði enn eftir svörum við þeim tölvupósti.

Ekki venjan að taka vatn af mótmælendum

Linda Íris segir að hún þekki ekki dæmi um það að lögregla taki vatn og mat af mótmælendum hér á landi.

„Ég get ekki séð hver grundvöllurinn er hjá lögreglu að taka hennar eigur sem hún er með með sér. Maður getur bara ímyndað sér af hverju það er gert en ég ætla ekki að gefa mér neitt.“


Tengdar fréttir

Lög­regla hafi bakað ríkinu bóta­skyldu

Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×