Fótbolti

Búið að draga í Meistara­deild Evrópu: Man United mætir til Kaup­manna­hafnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Wembley 1. júní 2024.
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Wembley 1. júní 2024. epa/Pierre-Philippe Marcou

Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu karla nú rétt í þessu. Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn eru með Bayern München, Manchester United og Galatasaray í A-riðli.

Að venju var mikil spenna fyrir drátt dagsins og ljóst að það verður nóg af stórleikjum strax í riðlakeppninni. Orri Steinn er eini Íslendingurinn á mála hjá liði sem tekur þátt í riðlakeppninni í ár. 

Riðlana má sjá hér fyrir neðan.

A-riðill

  • Bayern München
  • Manchester United
  • FC Kaupmannahöfn
  • Galatasaray

B-riðill

  • Sevilla
  • Arsenal
  • PSV
  • Lens

C-riðill

  • Napoli
  • Real Madríd
  • Braga
  • Union Berlín

D-riðill

  • Benfica
  • Inter Milan
  • RB Salzburg
  • Real Sociedad

E-riðill

  • Feyenoord
  • Atlético Madríd
  • Lazio
  • Celtic

F-riðill

  • París Saint-Germain
  • Borussia Dortmund
  • AC Milan
  • Newcastle United

G-riðill

  • Manchester City
  • RB Leipzig
  • Rauða Stjarnan
  • Young Boys

H-riðill

  • Barcelona
  • Porto
  • Shakhtar Donetsk
  • Royal Antwerp

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 19. september og lýkur 13. desember. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í London 1. júní á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×