Innlent

Segist voða lítið í „ef“ spurningum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson vill ekki svara „ef“ spurningum um stuðning við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að lýst verði yfir vantrausti á hendur ráðherranum.
Sigurður Ingi Jóhannsson vill ekki svara „ef“ spurningum um stuðning við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að lýst verði yfir vantrausti á hendur ráðherranum.

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar­flokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Fram­sóknar við Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, komi til þess að van­trausti verði lýst yfir á hendur ráð­herranum og sú til­laga mögu­lega studd af Sjálf­stæðis­mönnum.

„Ég er voða lítið í „ef“ spurningum og þetta er nú bara mál í ferli og eigum við ekki bara að sjá hvernig það fer?“ segir Sigurður Ingi í sam­tali við Vísi. 

Eins og fram hefur komið hefur Elliði Vignis­son, bæjar­stjóri Ölfuss, sagt að hann telji ein­sýnt að van­trausts­til­laga verði lögð fram gegn Svan­dísi á haust­þingi komist Um­boðs­maður Al­þingis að þeirri niður­stöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hval­veiðum.

Þá hefur Vil­hjálmur Árna­son, ritari Sjálf­stæðis­flokksins, tekið undir með Elliða í sam­tali við Ríkis­út­varpið. Hann úti­lokar ekki að flokkurinn myndi styðja van­trausts­til­lögu á hendur ráð­herranum reynist hval­veiði­bannið ó­lög­legt en segir af­stöðuna geta ráðist af því hvort bannið verði fram­lengt.

Á­kvörðun mun liggja fyrir þann 1. septem­ber og hefur Teitur Björn Einars­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, sagt að hann telji ein­sýnt að Svan­dís muni leyfa hval­veiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær.

Áður hefur Lilja Al­freðs­dóttir, vara­for­maður Fram­sóknar og við­skipta-og menningar­mála­ráð­herra sagt að Fram­sókn leggi á­herslu á að leysa á­greinings­mál í ríkis­stjórninni með góðri sam­vinnu. Sigurður Ingi gefur ekkert upp um mögu­legan stuðning Fram­sóknar við sam­ráð­herra sinn nú.

Þannig að ef að hval­veiði­bann verður fram­lengt, mynduð þið styðja Svan­dísi?

„Eins og ég segi, ég er voða lítið í „ef“ til­lögum, að svara þeim, ef þetta eða hitt gerist. Þannig að við skulum nú bara sjá hvernig tíminn líður og hvernig hlutirnir æxlast.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×