Sport

Blind Side fjöl­skyldan sakar Oher um fjár­kúgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Oher með fósturforeldrum sínum en núna er allt upp í háaloft á milli þeirra.
Michael Oher með fósturforeldrum sínum en núna er allt upp í háaloft á milli þeirra. Getty/Matthew Sharpe

Fjölskyldan sem tók að sér Michael Oher og úr varð heimsfræg og falleg Hollywood saga er í áfalli yfir ásökunum hans um það að þau hafi platað hann til að skrifa undir plagg svo þau gætu grætt á honum pening.

Michael Oher lék yfir hundrað leiki i NFL-deildinni og varð einu sinni meistari með Baltimore Ravens. Hann er samt frægastur fyrir það að vera viðfangsefnið í vinsælu Hollywood kvikmyndinni „The Blind Side“ sem kom út árið 2009.

„The Blind Side“ sló í gegn þegar hún kom út og græddi meira en þrjú hundruð milljón Bandaríkjadali. Sandra Bullock fékk bæði Óskarsverðlaun og Golden Globe verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem konan sem tók að sér Michael Oher.

Oher sakaði Tuohys fjölskylduna, fyrr í vikunni, um að hafa hirt allar tekjurnar af kvikmyndinni og hún hafi síðan haldið áfram að græða pening á nafni hans.

Lögfræðingur Tuohys fjölskyldunnar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd hennar. ESPN segir frá.

Þar kemur meðal annars fram að Oher hafi heimtað fimmtán milljónir dollara frá þeim því annars færi hann með ljóta sögu af þeim í fjölmiðla. Fimmtán milljónir Bandaríkjadala eru rétt tæpir tveir milljarðar íslenskra króna.

Í yfirlýsingunni segir lögfræðingurinn að þessar staðhæfingar Oher séu út í hött og það að fjölskyldan hafi reynt að græða pening á Herra Oger sem ekki aðeins móðgandi heldur einnig augljóslega fáránleg fullyrðing.

„Staðreyndin er sú að Tuohys fjölskyldan tók hann inn á heimili sitt, buðu honum upp á öryggi, stuðning og best af öllu skilyrðislausa ást. Þau hafa alltaf komið fram við hann eins og hann væri sonur þeirra og einn af börnum þeirra. Hans svar var að hóta þeim og reyna að kúga úr þeim fimmtán milljónir dollara,“ segir í yfirlýsingunni.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×