Innherji

Inn­flutningur þotu­elds­neytis frá Ind­landi aukist hröðum skrefum

Hörður Ægisson skrifar
Eftir að ríkisstjórnir hins vestræna heims ákváðu að beita Rússa umfangsmiklum þvingunum á alþjóðamörkuðum á liðnu ári fór mikið magn af þeirri hráolíu sem áður flæddi til Evrópu frá Rússlandi að leita annað.
Eftir að ríkisstjórnir hins vestræna heims ákváðu að beita Rússa umfangsmiklum þvingunum á alþjóðamörkuðum á liðnu ári fór mikið magn af þeirri hráolíu sem áður flæddi til Evrópu frá Rússlandi að leita annað. Vísir/EPA

Viðskiptaþvinganir Vesturveldanna gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í ársbyrjun 2022 hafa valdið mikilli uppstokkun í viðskiptum með hrávörur á alþjóðamörkuðum, meðal annars í kaupum Íslendinga á þotueldsneyti, að sögn hagfræðings. Hlutdeild fyrri birgja, sem voru einkum Bandaríkin, Bretland og Noregur, hefur þannig fallið hratt á sama tíma og Indland er farið að sjá Íslandi fyrir um fjórðungi alls þess þotueldsneytis sem var flutt til landsins á einu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×